Ég var rétt í þessu að eiga eitt undarlegasta samtal sem ég hef nokkurn tímann lent í. Síminn minn hringdi og ég svaraði:
Ég: Halló.
Hann: Blessaður.
Ég: …hver er þetta?
Hann: Ég heiti Árni. En þú?
Ég: Jóhann.
Hann: Neeeeeeei.
Ég: …jú.
(alger þögn í svona 10 sekúndur)
Ég: …og hvað vilt þú?
Hann: Ég? Nú, ég vil fá að tala við þann sem á þennan síma.
Ég: Ég á þennan síma.
Hann: Neeeeeei. Ertu viss?
Ég: …ég er nokkuð viss, já.
Hann: Nú? Hvað ertu búinn að eiga þetta númer lengi?
Ég: Svona fimm… fimm, sex ár.
Hann: Nú jæja.
(þögn)
Hann: Heyrðu, núna ætla ég að skella á, og ef þú svarar ekki, þá biðst ég afsökunar, en ef þú svarar þá ætla ég að halda áfram að tala við þig. Ókei?
Ég: …ókei.
<skellir á>
Hann hringdi ekki aftur.