Pirr
Pirr
Pirr

Váá í hádeginu í dag fór ég með bíl uppá Toyota bílasöluna á Akureyri. Það voru einhverjir kallar sem ætluðu að skoða hann en pabbi komst ekki með hann svo ég fór bara. Þegar ég kom byrjuðu þeir að spyrja hver annan hvaða árgerð bíllinn væri. Ég sagði þeim að hann sé '92. Svo flettu þeir uppá því, datt ekki í hug að hlusta á mig.
Þeir skoða bílinn eitthvað, það eru útlendingar sem eru að spá í að kaupa hann. En þessir ógeðslegu íslensku menn sem ég var að tala við virtust ekki gera ráð fyrir því að ég kynni ensku. Þeir þýddu allt fyrir mig sem útlendingarnir sögðu, og létu mig aldrei tala beint við útlendingana, ekki einusinni um einföldustu hluti. Tek það fram að ég er á lokaári í framhaldsskóla, og tel mig fullfæra um að tjá mig á ensku…!
Svo hvísluðu þeir endalaust sín á milli, samt nógu hátt til að ég heyrði það. Hallóó…ef ég má ekki heyra þetta, drulliði ykkur þá í burtu og taliði saman þar!
Svo til að toppa þetta þá hvísla þeir að hvor öðrum: “tjahh húún getur nú ekki svarað neinu…” Vá hvað ég varð fookkon pirruð! Ógeðslegu karlrembur. Þeir gáfu mér ekki færi á að svara neinu, og höfðu látið við mig eins og ég væri einhver sýningardúkka sem bara rétt gat keyrt bílinn upp á bílasölu.
Þeir virtust ekki gera sér grein fyrir því að…ótrúlegt en satt þá er ég með heila þó ég sé ekki með typpi (strákar já endilega komiði með aulabrandara…).
Hello, is there anybody in there?