Finnst ykkur þetta sanngjarnt, það er miklu verra að nauðga barni því þú ert þá búinn að rústa sál þess, sjálfsímynd og öryggi og það þarf að lifa með því alla sýna æfi þangað til að það fremur kannski sjálfsmorð! Ég bara botna ekki upp né niður í því hvernig þessir andskotans aumingja dómarar geta fundist nokkrir mánuðir nógu mikil refsing fyrir þessi ógeð, þeir telja bara dagana niður og níðast á næsta fórnarlambi! Það ætti bara nauðga þessum dómurum og heyra hvað þeir segja þá! Hér er dálítið flott bréf sem Femínistafélags Íslands sendi helstu dómurum!
Bréf Femínistafélags Íslands
Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi.
Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins.
Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki.
Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum.
Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu“.
Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setjir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima.
Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað.
Kveðja Femínistafélag Íslands.