Ja, ég veit t.d. um strák sem er eitthvað veikur í bakinu hann á erfitt með að hreyfa sig og er þar af leiðandi soldið þybbin, sumt fólk er með áreynslu asma, sumt fólk er með hæga brennslu svo þó það borði hollt þá grennist það ekkert. Sumt fólk er þunglynt. Sumt fólk er breitt frá náttúrunarhendi. Sumt fólk verður fyrir einelti eða einhverju slíku og eina huggunin sem það fær er óhollur matur/nammi, það leiðir til fitu, fitan leiðir til eineltis, eineltið leiðir til mikils áts á óhollu fæði osfr. Þetta er svona vítahringur.
Allavegana…þótt sumt fólk sé einnig feitt vegna þess að það sjálft hreyfir sig ekki nóg, borðar ekki rétt og er það af leiðandi “þeim að kenna” þá finnst mér það bara þeirra mál og ekki eitthvað sem aðrir eiga að drulla yfir. Mér finnst ég sjá allveg ótrúlega fordóma gagnvart feitu fólki og þá er hugsunin alltaf: ,,Þetta er þeim að kenna, þau völdu þetta sjálf!" En málið er, án þess að ég hafi einhverjar tölur yfir það, en lang, lang, lang flest fólk sem er í yfirvigt vill grennast. Ef það væri auðvelt fyrir alla að halda sér grönnum væru allir grannir.
Tökum á móti öllum eins og þau eru og hjálpum þeim frekar að styrkja sjálfan sig heldur en að rakka þau niður. :)
An eye for an eye makes the whole world blind