Veriði blessuð kæru og ókæru huganotendur. Ég vil deila með ykkur áhyggjum mínum af íslensku útvarpi nú til dags.

Ég er bara með gamalt kasettutæki + útvarp í bílnum mínum og þess vegna hlusta ég mikið á útvarp.

Í gær lenti ég tvisvar í þessu:

X-ið: eitthvað dingdong sull!
Flass: Fallout boy - I dont care lagið.. ömurlegt.
FM: AKON!

Stundum er þögnin bara betri..

En fyrst ég er byrjuð á þessu nöldri, finnst ykkur ekki of mikið techno á X-inu? (Þar sem rokkið byrjaði)