En ég kynntist stelpu, ekkert mál með það. Þegar við vorum búin að kynnast smá sýndi hún mér herbergið sitt. Meina, er það ekki gott?
Þegar við vorum búin að vera þarna frekar lengi þá bað hún mig um að vera hjá sér og sagði að ég mætti sytjast hvar sem er. En þegar ég fór að leita að stól þá bara voru engir stólar hjá henni.
Við vorum alveg að bonda þvílíkt og vorum alveg að fíla hvort annað. En ok, svo þurfti ég bara að sitja á teppinu sem var á gólfinu hennar. Við drukkum vín og skemmtum okknur, ég hélt að ég væri að fá séns með henni því við höfðum talað saman frekar lengi, held alveg til tvö um nóttina, bara að kynnast og spjalla. Og ég hélt að ég væri að fá sénsinn minn þangað til að hún sagðist bara ætla að fara að sofa. Hvaða kjaftæði er það? Lætur man sitja hjá sér að tala við hana og svo ekki fá neitt?! Það er fokking kjaftæði.
Hún sagði mér svo að hún þyrfti að fara að vinna snemma (yeah right) og hún vildi ekki mæta of seint eða vera þreytt í vinnunni. Ég var auðvitað ekki að vinna snemma samt.
En jæja þegar hún fer að sofa, þá er ég einn eftir þarna, veit ekkert hvað ég á að gera. Ég reyni að finna stað til að sofa á. Loksins finn ég stað, ég þurfti að sofa í baðkarinu. Ekki veit ég afhverju ég fór bara ekki, þetta var bara fokking vesen og bögg!
En ok, ég svaf þarna í baðkarinu, svaf alveg ágætlega. En svo þegar ég vakna þá er hún bara farin, og skilur mig bara einan eftir þarna. Ég auðvitað búinn að bíða eftir að fá sénsinn minn alla nótt og allt kvöld, en svo fer hún bara.
En ok vandamálið mitt er þetta, ætti ég að kveikja í húsinu hennar? Mig langar svoldið til að gera það.
There is no other day. Let's try it another way.