Foreldranöldur
Sjitt, mamma er í fúlu skapi. Rétt áðan var hún að væla yfir því hvað ég færi sjaldan í sturtu (ég fer í sturtu daglega) og að ég þvæi mér of sjaldan um hárið (sem er argasta vitleysa). Hún er alltaf að segja að hárið mitt sé of feitt og blablabla. Síðan vill hún meina að ég, sem er rétt svo í kjörþyngd skv. BMI skalanum (u.þ.b. 175 cm og 60kg), sé of feitur og þurfi að fara að huga að mataræðinu. Svo þarf hún alltaf að ritskoða ALLAR síður sem ég er með í bookmarks því hún heldur að það séu vírusar og nauðgarar á öllum síðum, þ.á.m. Huga. Mömmur eru stórmerkilegar, maður getur hatað þær og elskað þær (nonsexually) á sama tíma.