Jæja, hverjir mættu?
Fannst þetta virkilega góður dagur og fannst við algjörlega koma okkar skilaboðum til skila, bæði á Arnarhóli og í Seðlabankanum.
Vil hrósa Snærósu og öllum hinum fyrir frábærar ræður. Einnar mínútu þögnin var líka virkilega yndisleg. Mikil samstaða í fólki og maður fylltist þjóðarstolti.
Fannst fjölmiðlar þó ekki fjalla nógu vel og rétt um Seðlabankamótmælin.

Fyrir þá sem ekki voru þarna fór þetta svona fram:
Við gengum inn í andyrri Seðlabankans þar sem lokað var fyrir með glerhurð. Lögreglan stillti sér upp þar fyrir framan og varnaði okkur inngöngu í fyrstu. Tók þá fólk að hrópa slagorð og mótmæla eins og mótmælendur gera, þó án þess að hafa eitthvað riot. Svo töluðum við til lögregluna, báðum hana um að ganga í lið með okkur og snúa baki við svínunum sem bæru ábyrgð, að þau skyldu hætta að vernda mann sem hafði eyðilagt svo margt ekki bara fyrir okkar fjölskyldum, heldur þeirra líka og allri íslensku þjóðinni í heild sinni.
Einn lagði óvart hendur á einn lögreglumanninn í hitanum, voða létt á axlirnar samt og baðst strax afsökunar á að hafa snert hann.
Svo kastaði einhver einn fáviti eggi að löggunni og auðvitað var það sýnt í fréttunum. Að lokum steig lögreglan frá og dyrnar voru opnaðar fyrir okkur, sem var hreint ólýsanleg tilfinning, virkilega æðislegt.
En þegar við göngum inn mætir okkur síðan önnur glerhurð,
og fyrir aftan hana gallaklæddir lögreglumenn með kylfur, gas og skyldi.
Við söfnumst þá bara saman þarna inni, hrópum slagorð og svona,
reynum að ræða við lögreglumennina í smá stund.
Þá er okkur hótað gasi ef við yfirgefum ekki húsið sem við vorum
,,ólöglega“ stödd í, og að þetta væru ólögleg mótmæli.
Við lyftum þá öll höndum og þeigjum, sýnum að við viljum frið og að tala við Davíð (sem hafði víst fengið lögreglufylgd heim um eitt leitið, en það fréttum við ekki strax.) Við setjumst þá bara niður þeigjandi og förum að syngja lög eins og Öxar við ána, lok lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir okkur, Davíð er versti vinur barnanna og fleira skemmtilegt.
Bjóðum fjölmiðlum að setjast með okkur og það er hin mesta stemmning.
Síðan kemur Geir lögreglumaður og fer að ræða meira við okkur,
allt á góðum nótum, enginn að lemja neinn.
Þá fáum við að heyra að það sé búið að loka húsinu og að það séu tvöfalt fleiri lögreglumenn úti sem neiti að hleypa fólki inn, það átti samt að vera fullt útúr dyrum, er samt ekki viss, var alveg upp við hurðina.
Ágúst ætlaði að koma inn en hann fékk þessi orð á móti sér:
,,Ef þú ferð inn fokking meisa ég þig.” …held ég alveg örugglega, ekki beint geðslegt.
Svo er staðið upp nokkrum sinnum og hrópað meira, slagorð eins og:
,,Réttlæti, ekki ofbeldi.“
,,Réttlæti, ekki fasismi.”
,,Davíð burt."
Og ýmislegt fleira.
Einar pantar síðan pítsu frá þjóðinni til Davíðs, með tvöfaldri skinku. (Svínapítsa.) Síðan fréttum við að Davíð sé ekkert í húsinu og það var komið með tillögu um að við færum og löggan færi en þrír menn yrðu eftir til að ganga úr skugga um að húsið yrði öruggleg tæmt.
Löggan víkur þá og allir hrópa húrra og klappa, fara síðan út.

Þannig lauk því. Rosalega friðsamlegt, enginn með derring nema eggjagaurinn sem var nú ekki beinlínis vel séður.
Var nokkuð fúl samt með umfjöllunina í fjölmiðlum, fannst þau ekki greina rétt frá og fannst þau líka láta mótmælin í Seðlabankanum skyggja talsvert á Arnarhól. Endilega komið með ykkar útgáfur af deginum. Svo verða auðvitað mótmæli á laugardaginn á Austurvelli klukkan þrjú eins og er búið að vera undanfarið, og er verið að tala um að allir mæti svartklæddir með klúta fyrir andlitinum (dreyfum þeim á laugardaginn) til að ópersónugera okkur og gera okkur fulltrúa þjóðarinnar en ekki einstaklinganna.

Er örugglega að gleyma einhverju, skrifa þetta þegar ég er bæði þreytt og ennþá mikill hiti í mér eftir daginn.

Bætt við 1. desember 2008 - 22:05
virkilega sátt með fréttaflutninginn í 10 fréttunum á rúv, viðtalið við Erp. Þetta var það sem ég vildi sjá í kvöldfréttunum áðan.