Nútíma maðurinn telst vart api, og geturu því ekki ekki verið að tala um hann. Hinn möguleikinn sértu að tala um apa-mann eða mann-apa (Homo erectus) þá gildir hið sama um hann, hann sultaði ekki - ásamt því að sulta (bæði orðið og fyrirbærið sem orðið lýsir) var þeim óþekkt.
–
Svo það sé á hreinu þá er sulta ekki bara mauk ávaxta eða berja, heldur felur það í skilgreiningu orðsins að búið sé að bæði sjóða og oftast sykurbæta maukið.
–
Apamaður, dýrafr. aldauða spendýrstegund, skyld mönnum og öpum.
Api, dýrafr. apar (ft) undirættbálkur fremdardýra, með stutt trýni, litsjón og grip á öllum ganglimum.
(Karl*)Maður, tvífætt og tvíhent spendýr sem talar, býr til verkfæri og vinnur með þeim (um tegundina sem heild, bæði kyn) (Homo sapiens)
* Karlmaður, oft stytt sem bara “maður”, er karkyns mannvera, og getur heldur ekki verið api.
Þá kemur til greina að þú hafir meint maður þegar þú sagðir api eða öfugt, en það breytir ekki því sem ég sagði, og talst vart mín sök að þú talir (eða heldur skrifir) svo óskiljandi sé.
Hinn möguleikinn er sá að þú teljir að menn og apar séu einn og sami hluturinn, en svo er ekki (þó þeir hafi óneitanlega augljós sameiginleg einkenni) og þykir mér þú þurfa að upplýsa þig um gang mála og kynna þér stofn þinnar tegundar til hlýtar - og helst ekki tala (eða skrifa) fyrr en því telst lokið.
Hvort sem heldur er ómögulegt að umtalaður api hafi í raun verið maður.