getur þú ýmindað þér að heimurinn hafi orðið til úr engu og ekkert á bakvið það?
Það er ekki mitt að segja hvernig heimurinn var til. Ég veit það ekki og ég viðurkenni það glaðlega. En á sama tíma er ég opinn fyrir öllum rökstuddum kenningum varðandi það hvernig heimurinn varð til.
En ég geri samt ekki ráð fyrir því að einhver almáttug vera sem varð til úr engu skapaði eitthvað úr engu, því það er fáranlegt. Það er ekkert sem bendir á tilvist þessarar veru sem við köllum guð og hvers vegna ætti ég að trúa á eitthvað sem ekki er hægt að sanna, trúa á eitthvað sem einhver
kall! sagði mér frá, einhver kall sem hefur enga ofurnáttúrulega krafta og er ekkert öðruvísi en ég er og getur ekkert betur en ég vitað hvað gerist eftir dauðann.
Mér finnst þú nú bara að vera gagnrýna kristni þarna
Þó svo að ég kom með dæmi úr kristni þá dæmi ég hana ekkert frekar en önnur trúarbrögð. Öll trúarbrögð eru heimskuleg, kristni, íslam, tannálfurinn og jólasveinninn, þetta er allt sama tóbakið.
En þú mátt samt sem áður gera ráð fyrir því að ég tali meira um kristni í svörum mínum en það er einfaldlega vegna þess að ég er fæddur í hinum vestræna heimi þar sem kristni er ríkjandi trúarbragð og ég þekki það betur en hin trúarbrögðin og á því auðveldara með að koma skoðunum mínum á framfæri með dæmum úr kristni.
ég nenni ekki að rífast við þig um trúarbrögð
Enda ekkert til þess að rífast um. Það er ekki hægt að tala með trúarbrögðum á röklegum grundvelli þar sem hún er ekki byggð á rökum.
bara sumir trúa og sumir ekki þannig er það og mun alltaf vera (vona ég allavegana) og ekkert rangt í því að trúa eða trúa ekki
Eins og góður maður sagði: “I´d hate to burst your bubble” en það eru góðar líkur á því að trú verði ekki alltaf staðar. Mikilvægi trúarbragða hefur snar minnkað með þróun í vísindum og upplýsingu.
Ísland er gott dæmi um þetta, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur staðið í toppsætum á lista yfir hamningjusömustu þjóðir heims :)