Þú stendur á járnbrautateinum þar sem teinarnir skiptast í tvær akreinar.
Á akreininni til vinstri eru 6 menn að vinna að viðgerðum við teinana. Allir eru á aldursbilinu 20-35.
Á miðri akgreininni til hægri gengur maður að nafni Klaus, um 30 ára, góðkunningi bróður þíns. Hann á 2 börn.
Allt í einu tekur þú eftir því að lest nálgast óðfluga. Fyrir mistök stefnir hún á akgreinina þar sem mennirnir 6 eru að vinna. Þú stendur við hliðiná prikinu sem breytir stefnu lestarinnar, þannig að hún fari yfir á hina akreinina. Þú reynir að öskra til mannana, en þeir heyra ekki í þér. Þú hefur u.þ.b. 5 sekúndur til að ákveða hvort þú a) látir lestina ganga yfir vinnumennina, eða b) kippir í stöngina og breytir þannig stefnu lestarinnar þannig að hún keyri beinustu leið yfir Klaus.
Hvað myndir þú gera?