Í hvert skipti sem ég sé einhvern þráð á huga sem tengist marijuana byrjar það þvílíka umræðu.
Þannig að hver er ykkar skoðun á þessari guðsgjöf?

Ætti að lögleiða þetta á Íslandi, í læknisskyni eða fyrir almenna notkun, eða hver ættu lögin þá að vera?

Ætti að flokka þetta sem eiturlyf með öðrum lyfjum eins og Heroin Amfetamím Kókaín og svo framvegis?

Hver er ykkar skoðun á unglingum sem nota þetta? En fullorðnir sem reykja þetta af og til.



Mín skoðun er að það ætti að íhuga að lögleiða þetta þar sem marijuana hefur verið til í þúsundir ára og er ekki að fara að hverfa núna þar sem fólk elskar þetta greinilega, get samt ekki sagt hvort það eigi að lögleiða þetta fyrir almenning eða ekki.
Það pirrar mig endalaust þegar fólk flokkar stonera sem eiturlyfjaneytendur, manneskja sem notar gras reglulega og manneskja sem nótar heroin reglulega er ekki nálægt því að vera það sama.
Og mér finnst að þegar/ef unglingar nota marijuana ætti að taka jafn hart á því og áfengi þar sem þetta er bæði svipað skaðlegt, þegar fullorðið fólk reykir get ég ekkert sagt útá það svo lengi sem lífið þeirra snýst ekki um marijuana.

Stay green.
Lol, þú last þetta.