Lyf þarf ekki endilega að vera lækning við einhverju.. lyf þurfa ekki að vera góð. Lyf eru efni sem hafa áhrif á eðlilega líkamsstarfsemi. Þú ættir að vita betur.
Lyf eru víst til bætingar, annars væri það kallað eitur… þú ættir að vita betur.
Hræðsluáróður? Mér finnst nú bara allt í lagi að fólk sé hrætt við eitulyf
Það að þér finnist hræðsluáróður réttlætanlegur breytir ekki staðreyndinni að þetta er hræðsluáróður, ekki almennileg forvarnarfræðsla. Fólki er ekki kennt um efnin, eiginleika þeirra og skaðsemi, heldur er bara dælt í þau lygum og áróðri. Síðan þegar þau komast að því síðar á lífsleiðinni að þetta hafi allt verið kjaftæði þá er líklegra að þau hundsi algjörlega það sem þau heyrði og detta kannski í hina áttina, halda að þetta sé allt skaðlaust.
Það er aldrei sterkur leikur að stunda hræðsluáróður og minnka þar með traust á sér. Forvarnarfræðsla í dag er engin forvarnarfræðsla, þetta er áróðursherferð sem minnkar traust á hinu opinbera, krakkar eru ekki heimskir.
Nei, eiturlyf hafa mun meiri áhrif á líkamsstarfsemi en alkóhól og reykingar. Þú þarft t.d. mun minna magn af hassi eða lsd til þess að fara í vímu heldur en af alkóhóli og hvað þá af sígarettum.
Ákveddu hvað þú ætlar að tala um hérna, ekki blanda saman tveim umræðum og halda að þú hafir rétt fyrir þér.
Það þarf minna af LSD og THC: Rétt er það, meira segja er ótrúlegt hvað það þarf lítið af lsd til að ná fram einum mestu vímuáhrifum sem maðurinn þekkir.
meiri áhrif á líkamsstarfsemi: Það er hins vegar ekki það sama. Það að efnið valdi meiri vímu af minna magni þýðir ekki endilega að það sé skaðlegri eða breyti líkamsstarfseminni. Til dæmis er THC og LSD ekki eitrað fyrir líkamann, ólíkt etanóli.
Og hvað var pointið þitt? Fólk drekkur alltaf þangað til það er blind fullt hvort sem er…
En Eiturlyf eru bara allt annað stig á vímugjöfum. Þar liggur
Ætlaru kannski að rökstyðja þetta einu sinni áður en við höldum umræðunni áfram?
Ég sé ekki hvernig áfengi er öðruvísi en önnur vímuefni, annað en það að áfengi hefur verið ríkt í vestrænni menningu, ólíkt vímuefnum sem koma frá asíu og Ameríku
Bætt við 24. nóvember 2008 - 22:45 Vúbbs, gleymdi að klára.
En hvað með það að fólk lítur niður á eiturlyf, eigum við að líta upp á eiturlyf?
Nei, fólk á að fá almenna, hlutlausa fræðslu um efnið og taka eigin ákvarðanir um eigið líf.
Ekki halda að ég sé einhver eiturlyfjadjöfull hérna, ég vil alls ekki að fólk líti upp til vímuefna, ég vil ekki að fólk sé að nota vímuefni, mér finnst það hins vegar þeirra réttur að ákveða það sjálft hvað það vill í sínu lífi.
Þú veist að það er mun auðveldara að stjórna drykkju og reykingum heldur en eiturlyfjanotkun, þar sem áhrifin erum minni og minna ávanabindandi.
Aftur rangt, áfengi og sérstaklega sígarettur eru ein mest ávanabindandi fíkniefni sem maðurinn þekkir. Nikótín er meira að segja á sama skala og heróín og kókaín varðandi fíkn.
Þau eru langt um meira ávanabindandi en kannabis, ofskynjunarsveppir, LSD og fleiri efni.
Skoðaðu rannsóknir áður en þú hendir einhverju svona fram. Þetta er alrangt hjá þér.
Fólk sem notar crystal meth getur dáið ef það hættir því líkaminn er svo háður efninu að hann slekkur á sér ef það fær ekki meira.
Ég veit ekki hvort þetta sér rétt hjá þér, en reiknum samt með því. Þá er þetta eitthvað sem fólk á að læra um í almennri forvarnar og vímuefnafræðslu.
Hefuru heyrt um slíkt varðandi áfengi og sígarettur?
Já… það deyja hundruð þúsunda á hverju ári vegna neyslu þessara tveggja vímuefna. Þau drepa fleiri en öll ólöglegu vímuefnin til samans.
Þú getur ekki bara einfaldlega sagt að eiturlyf sé eitthvað nefni til þess að fólk geti litið niður á annan vímugjafa meðan það notar hinn.
Jú
Það er eins og að orðið nauðgari væri bara til þess að líta niður á nauðgara meðan maður sjálfur stundar kynlíf.
Nei, nauðgun heitir nauðgun vegna þess að einhver er þvingaður til líkamlegs samræðis nauðugur.
neysla vímuefna er hins vegar fórnarlambslaus glæpur.
Það er ástæða fyrir heitinu og hún er ekki til þess að fólk geti drukkið með hreinni samvisku.
Rétt, það er ekki ástæðan. Ástæðan fyrir heitinu er til að skapa órökrétta hræðslu og fordóma gagnvart ólöglegum vímuefnum.
Gætir þú verið með fordóma gagnvart vímuefnum?
hvort viltu að barnið þitt drekki á djamminu eða poppar pillur?
Ég vil að barnið mitt taki eigin ákvarðanir þegar það hefur aldur til.
E-drepur hlutfallslega færri en alkóhól - þetta er bull þú ert bara að segja þetta til þess að segja þetta.
Nei, dauðsföll á neytanda eru færri af E heldur en áfengi, skoðaðu rannsóknir.
Enda er E alls ekki það hættulegt efni ef það er notað rétt. Helsta sem getur drepið menn er ofnæmisviðbrögð, ofhitnun eða of mikil vatnsneysla.
Það má léttilega koma í veg fyrir þessi tilfelli með almennri fræðslu, ekki hræðsluáróðri. Vara fólk við innhús Epartýum þar sem mikill hiti skapast, segja fólki að drekka ekki of mikið þó því verði heitt og drekka þá ávaxtasafa en ekki bara vatn til þess að skola ekki út steinefnum. Síðan gæti fólk farið í ofnæmispróf áður, svo það drepist nú ekki ef það prófar E.
Einnig, ef E væri löglegt þá væri það framleitt af lyfjaiðnaðinum sem myndi passa upp á hreinleika efnisins og að engin hættuleg aukaefni væru í pillunum, sem drepa fjölda fólks á hverju ári. síðan væri nákvæm innihaldslýsing svo fólk viti hvað það er í raun að taka, ólíkt nútíma underground fyrirkomulagi þar sem fólk veit ekkert hvað er í pillunni.
“Af hverju á fólk að mega eyðileggja líkamasinn með áfengi en ekki með öðrum efnum?”
Ertu barnalegur?
Ég endurtek: Af hverju ætti fólk frekar að fá að eyðileggja líkama sinn með áfengi en öðrum efnum. Ef þú lítur á rannsóknir og eiginleika þessara efna þá er í raun hlægilegt að áfengi skuli vera löglega vímuefnið, en ekki kannabis.
Heyrðu veistu hvað þú bara hlýtur að hafa rétt fyrir þér, eiturefni eru ekkert hættuleg
Ég sagði aldrei að þau væru skaðlaus. Ég veit vel að mörg vímuefni eru hættuleg heilsu. Mér finnst bara að fólk ætti að ráða því sjálft hvort það kýs að hætta heilsu sinni eða ekki. Sama á við um fallhlífastökk, akstur bifreiðar, kaffi, áfengi, sykur, fitu, bardagaíþróttir, háværa tónlist og fleira.
Eiga krakkar að taka inn lsd frekar en að drekka bollu?
Þú ert að reyna að beita mig afarkostum og ég neita að taka þátt í því.
ég svaraði þér: Krakkar eiga ekki að taka inn vímuefni, punktur.
Vilt þú frekar að unglingar reyki hass, poppi pillur, taki inn lsd og sniffi kókaín frekar en að fá sér bjór og sígarettur?
Þau eru að gera það í dag hvort sem er.
En ENN OG AFTUR, ég er ekki hlynntur vímuefnaneyslu barna. Ég hef aldrei mælt með því að börn neytu vímuefna. Varðandi dæmið þitt með nammið og fiskinn, þá er það hlutverk foreldra að ala upp og sjá um börnin sín, ekki ríkisins.
Krakkar eru ekki sjálfstæðar manneskjur. Ég er að tala um frelsi fyrir fullorðna. Þegar ég talaði um að það ætti að umgangast þetta eins og áfengi og tóbak þá meinti ég það… 18-20 ára aldurstakmark.
Dílerar spyrja ekki um skilríki.
Vilt þú virkilega að fólk geti keypt sér 12 grömm af kóki á hverfis um helgar?
Vilt þú að fólk geti keypt sér 12 bjóra á Prikinu um helgar?
Ýmindaðu þér samfélagið í dag þegar allir sem vilja geta notað eiturlyf.
Ókei
Ef þú ættir son eða dóttur, myndir þú frekar samþykkja kókaínneyslu heldur en drykkju áfengis? Mundir þú frekar vilja, það eitt, að reykja hass í staðinn fyrir sígarettur?
Enn og aftur þá er ég ekki að hvetja til vímuefnaneyslu ungmenna.
Eftir að kannabis var löglegt í hollandi hefur meira að segja tíðni ungmenna sem reykja kannabis lækkað.
En af hverju teluru svona sjálfsagt að unglingar drekki áfengi.
Það er það sem mér finnst óhuggulegast í þessari umræðu. Ég sagðist aldrei styðja eða vera fylgjandi neyslu ungmenna á neinu vímuefni, en þú ert alltaf að bera þau saman við áfengi eins og það sé einhver skárri kostur.
Kíktu niður í bæ klukkan 11 á þriðjudegi og finndu fólkið í bláum kraftgöllum og gallavestum.
Vilt þú að barnið þitt byrji að neyta áfengis?
Ég vil taka eigin ákvarðanir með þetta líf sem ég var svo heppinn að fá að lifa. Þegar börnin mín verða þroskaðir fullorðnir einstaklingar þá vil ég að þau ráði sínu eigin lífi og taki eigin ákvarðanir. Það eina sem ég get gert er að búa þau undir það. Ég tel hreinskilni og fræðslu vera rétta valkostinn, ekki hræðsluáróður og lygar. Það eyðileggur samband fjölskyldu…