Karlar þurfa ekkert að hafa extra fitu í brjóstunum til að fá krabbamein, ekki frekar en konur.
Jú, karlmenn eru líka með mjólkurkirtla og geta því líka fengið brjóstakrabbamein og ef það verður jafn alvarlegt og þegar þarf að skera allt brjóstið af konum, eru þeir líklega bara óheppnir og það þarf að taka einhvern annan vef en brjóstið með. Semsagt, þá er það örugglega búið að dreifa sér í fleira en brjóstið. Hinsvegar þarf ekki nærri því eins oft að taka brjóstið af konum með brjóstakrabbamein eins og áður, heldur er í mjög mörgum tilvikum notaður svokallaður fleygskurður þar sem bara æxlið og eitthvað í kringum það er tekið.
Það eru örugglega upplýsingar um þetta hér:
http://www.brjostakrabbamein.is/Hefði verið auðvelt að gúgla þessu eða einfaldlega slá inn líklegar slóðir, eins og ég gerði.
Ég biðst fyrirfram afsökunar ef það er eitthvað vitlaust þarna, bullaði þetta bara uppúr sjálfri mér eftir gömlum heimildum sem ég las einhverntímann fyrir löngu