ókei núna kemur það.
ég er búin að skilja eftir 2 komment held ég, en það er greynilega ekki nóg. svo hérna kemur það, ekki vera pirr þó svo að þa vanti kommur her og þar, nenni voðasjaldan að skrifa kommustafi :)
en já..
1. þú ert 13 ára og hefur alveg öruglega ekki verið hrifin af strák áður og veist ekkert um ást.
2. þið kynntust gengnum netið, og hann ‘spurði’ þig hvort þú vildir byrja með honum eftir 2 tíma ? Já það er mjög líkalegt að hann hafi verið kominn með alaveg rosalegar tilfinningar til einhverrar stelpu sem hann vissi ekkert um eftir tveggja tíma netspjall!
3. Það er hægt að skrifa hvað sem er á netið, ég og vinkonur mínar höfum oft fíflast í fólki bara á spjallsíðum og alskonar shitti bara uppá gamnið. Hvernig í ósköpunum geturu trúað að allt sem hann segi sé satt?
4. Hvernig þorir þú að segja einhverjum, sem þú þekkir ekki neitt, öll þín dýpstu leyndarmál? Það gæti verið búið að copy/paste-a þetta á helling af heimasíðum og allir að hlæja að þessu? Svo að ég tali nú ekki um hvað sá sem veit þetta hefur mikið vald yfir þér og getur notað þetta mikið gegn þér! Það er bara mjög asnalegt og alger hugsunarleysi að segja einhverjum svona hluti!
5. Kærasti er einhver sem á að vera til staðar fyrir þig, halda utan um þig þegar þér líður illa, þurkað tárin þegar þu grætur og verið þér bara allt. Ekki bara einhver manneskja á netinu sem þú veist ekki hvað er gömul. Ef þú vilt virkilega svona mikið eiga kærasta, reyndu að kynnast einhverjum ljúfum strák sem gerir allt fyrir þig og hlustar á þig og er alvöru kærasti. Maður byrjar ekki bara með einhverjum strák útaf maður getur sagt honum leyndarmál! Ég treysti bestu vinum mínum fyrir öllu, hvort sem það séu strákar eða stelpur, ég er samt ekki í sambandi með þeim.
6. Þú skilur ekki einu sinni hugtakið ‘samband’. Það fer náttla eftir fólki hvað það lítur á sem ástarsambandm en fyrir mér þá er það tvær manneskjur (oftast af sitthvoru kyni) sem bera mjög djúpar og einlægar tilfinningar til hvors annars, mér finnst mjög mikilvægt að eiga eithvað líkamlegt samband við kærastann minn, og ég gæti aldrei sleppt kynlífi í sambandi til frambúðar! Það er bara partur af þessu öllu saman.
7. Ég er nokkuð viss um að þú hafir ekki kysst strák, allavega eftir því hvernig þú talar. Mér finnst mörg af svörum þínum eifaldlega barnaleg og ekki mikið hugsuð.
8. Mér finnst eins og þú eigir alls ekki að bíða með það lengur að fara til sálfræðings og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þig að tjá þig við einhvern í raunverulegu lífi, ekki bara gegnum einhvern leik í tölvu. Það er eitt að spjalla svona smávegis við fólk sem þú kynnist inná einhverjum leik eða síðu, en annað að vera bara að segja þeim sín dýpstu leyndarmál, mér myndi aldrei nokkurntíman detta í hug að segja einhverjum sem ég hefði aldrei hitt allt um mig.
9. Gleymdu bara þessum greyjið strák, ég er svona 99.9% viss um að hann og vinur hans / hún og vinkona hennar eru bara að fokkast í þér og síðan orðin leið á því núna og eru að reyna að losna við þig. Ekki verða sár og áhyggjufull útaf einhverjum sem er ekki til.
Ég var að sýna vinkonu minni þetta áðan og við fórum báðar að skellihlægja, ég held að ég tali fyrir hönd flestra herna þegar ég segi; Þetta var mjög vel heppnaður djókur hjá þeim sem gerði hann.
En núna er komið nóg, deletaðu þessum account bara, farðu til sálfræðings, reyndu að eignast vini, og ekki vera svona rosalega mikil dramadrottning.
Ég er ekki að vera leiðinleg heldur hreinskilin. Gangi þér vel!