Vetnisbílar eru náttúrulega bara djók. Fyrsta lagi ef við miðum við 5 krónur á kW/h (verð á íslandi er 9 kr til heimila og lílega á bilinu 2-5 kr til álvera), 60% nýtni í rafmagn-til-vetnis ferlinu, 50% nýtni á vetni-til-rafmagn ferlinu í bílnum og 80% nýtni á rafmagn-til-afl þá er nýtnin á raforkunni um 25%. Þessar tölur eru ágætlega bjartsýnar. Svo þarf vetnisverksmiðjur, áfyllingastöðvar og tilheyrandi. Verðið á vetni er einfaldlega of hátt. Það er actually dýrara að keyra vetnisbíl hvern km heldur en bensínbíl sem eyðir 12 l á hundraðið. Það er reyndar miðað við bensínlítran í 170 kr og vetnið mun aldrei hækka í verði.
Vetisbílarnir sjálfir eru líka rán dýrir. Vetnisbíll með fuel cell er að kosta 10-15 milljónir. Fyrir sama pening má fá rafmagnsbíl sem er 500 hestöfl, kemst 300 km á hleðslunni og tekur undir 10 mínútur að fullhlaða batteríin. Þarf reyndar að hafa aðgang að industrial rafmagnstengi, sona eins og byggingakrönum er stungið í samband með, til að geta hlaðið svona hratt.
Nýtnin á raforkunni er 80-90% og það þarf engar verksmiðjur eða vetnisstöðvar. Kostnaðurinn við að keyra þannig bíl er 20 kW/h á hundraðið en miðað við 9 kr á kW/h þá er það 180 kr á hundraðið.
Vetni er uppfinning olíufélaganna til að desperately halda í bensínstöðvarnar sínar.