Rosalega fannst mér merkilegt sem ég sá í 60mínútum í gær, það er loksins búið að ná að tengja saman mann og vél.
Semsagt, það er búið að finna upp tækni sem les skilaboð frá huganum og framkvæmir þær.
Voru einhverjir aðrir sem sáu þetta? Hvað fannst ykkur um þetta?
Þeir sem sáu þetta ekki, þetta er semsagt einhverjir skynjarar sem eru settir annaðhvort utan á höfuðið (augljóslega ekki eins áhrifamikið) eða innan í það. Þeir greina síðan bylgjur sem heilinn gefur frá sér og vinna úr þeim á vissan hátt.
Til dæmis var maður sem hafði fengið MND (taugasjúkdómur sem aftengir vöðva við taugar, afleiðing er minnkandi hreyfigeta) og hann gat ekki hreyft neitt nema augun. Þar til að þessi nýji búnaður var fundinn upp hafði hann aðeins getað tjáð sig með augunum. En núna þá getur hann skrifað upp setningar í tölvu með hjálp þessa búnaðs. Hann hugsar sér staf og hann kemur upp á skjáinn - þetta er þó ekki komið langt í þróun og tekur hann um 20 sekúndur að skrifa eitt orð eða staf, er ekki klár á því.
Svo var kona sem hafði látið græða búnaðinn í heilann, hún gat stjórnað hjólastólnum sínum, hreyft tölvumús og fleira aðeins með því einu að hugsa um það.
Finnst þetta svolítið ógnvekjandi :) Ætli hugarlestur sé í nánd?