Eins og ég sagði að þá er allt gert ef einhverri eigingirni, ekki endilega gert vegna eigingirni.
T.d. að hjálpa fátækum. Þér líður betur við að hjálpa fátækum. Ef þú gerðir það ekki að þá liði þér skringilega, eins og að þú yrðir að gera það.
Þú mátt endilega útskýra þetta aðeins betur. Þetta er kemur málinu ekkert við held ég.
Það er alls ekki eigingirni í öllum sem þú gerir. Þörf fyrir e-ð er ekki að það sama og eigingirni. Það t.d. felst engin eigingirni í því að borða þegar þú þarft þess,
því þú þarft þess.Ég sé hvergi að eigingirni sé jafnt og ánægja. Við höfum mannlegar þarfir og ein af þeim er að verða ánægð svona af og til. Ef ánægjan er góð og sérstaklega ef þú verður ánægð/ur af því að hjálpa öðrum eða einfaldlega eftir að hafa borðað góða máltíð þá felst enginn eigingirni í því heldur einungis mannlegar þarfir sem að þarf að uppfylla til þess að manni líði vel.
Það að vera eigingjarn er þegar þú setur þig í fyrsta sæti og þá oftast þegar þú gætir opnað þig upp og leyft fleirum að taka þátt í gleðinni. (sem dæmi)
Sem dæmi má nefna fíkla, flestir (ef ekki allir) eiga það sameiginlegt að spyrja aldrei um hvernig aðrir hafa það og vilja bara tala um sig sjálfa. Þeir virðast eiga mjög erfitt með að setja sig í spor annarra. Heimurinn á að miðast við þarfir þeirra og þau eru það eina sem skiptir máli.
–
Eigingirni í gjörðum felst í hugarfarinu; ertu að borða því þú ert svangur eða svo að systkini þín fái ekki neitt?