Oh, ég er nýkomin í snyrtivörubúð í Kópavogi, vinnuna mína, eftir óskemmtilega tannlæknaferð.

Annars finnst mér tannlæknaferðir alltaf óskemmtilegar, það er bara ekkert þægilegt að hafa fólk troðandi puttum og tólum í munninn á manni og segja:“Opna meira, þú verður að opna meira!” Og þar sem ég var einu sinni með spangir í næstum 4 ár þá hef ég sko reynslu af tannlæknaferðum..

Í þetta skiptið fór ég til að láta skera úr mér neðri endajaxlana. Ekkert kúl. Þetta var samt ekki vont, en ég var skítfokking hrædd.
Ég hef 2x áður fengið deyfisprautur hjá lækni og fundist það rosa vont að vera sprautuð í munninn. Í þetta skiptið fann ég samt mér til furðu að þetta var engan veginn eins vont og mig minnti. Eiginlega fannst mér ég eiga bara skilið að fá mér nýtt gat eftir þessa ferð:'D.

Ég alls sprautuð 6 sinnum með deyfilyfi, og var svo látin bíða með hjartað niðri tám eftir að ég dofnaði og ég reyndi að skemmta mér yfir því að sjá neflokkinn minn á röntgen(?) myndinni minni. Fljótlega kom svo tannlæknirinn minn og þá varð ég enn hræddari og axlirnar mínar fóru að skjálfa(haha, það var spes). Með honum var aðstoðartannlæknir sem m.a. sá um að halda í höndina á mér eða hreinsa með “ryksugunni”.

Svo vildi tannlæknirinn byrja og ég var ekkert alveg á því að opna munninn, opnaði hææægt og rólega. Svo gekk þetta fyrir sig og ég var fegin að þetta var ekki vont en hræðslan hélt áfram með hverju járndraslinu sem troðið var upp í mig. Ég var svolítið í því að sprikla eða færa fæturnar til afþví ég fékk brjálaða innilokunarkennd.

Á tímapunkti langaði mér alveg svakalega að hrinda tannlæknunum tveimur af mér, en gerði það sem betur fer ekki.
Svo var loksins saumað á mér munninn, farið yfir leiðbeiningar etc. Mamma kom svo að sækja mig og keyra mig í vinnuna en ég var að verða sein.
Núna sit ég með kælibakstur og bíð eftir því að mamma komi með parkodín=].

Já, vildi bara tjá mig, og þá vitið þið sem eigið eftir að fara í svona hvernig þetta sirka virkar. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi vera sem gerði mig bara hræddari.

Allvega, takk fyrir að nenna að lesa=)
www.myspace.com/amandarinan