Skráning í eða úr trúfélögum hefur engin áhrif á neinn af þessum þáttum. Þú getur enn látið skíra, gifta eða kistuleggja þig í kirkju enda mega opinberar stofnanir ekki mismuna neinum á grundvelli trúarafstöðu. Kirkjurnar og kirkjugarðarnir eru eign ríkisins.
Það eru til nokkrir óhelgaðir grafreitir, í hvaða kirkjugarði þeir voru man ég ekki en það var einhversstaðar í Reykjavík, þannig að ef þú villt geturðu beðið um að láta jarða þig í þessari óhelguðu jörð. Ég held þær séu allar enn ónýttar enda er trúlausum almennt alveg drullusama hvar leifar þeirra eru grafnar (það virðist vera vinsælla meðal trúleysingja heldur en annarra að láta brenna lík sitt).
Nafngiftir og giftingar geta einnig farið fram á skrifstofum sýslumanna ef einhver vill ekki gera það í kirkju.
Svo í stuttu máli skiptir trúfélagsskráning engu, sem íslenskur þegn hefurðu jafn mikinn rétt á að nota byggingar og jarðir ríkisins og aðrir ríkisborgarar burtséð frá trúarafstöðu. Eina sem í raun breytist er að þín sóknargjöld renna nú til Háskóla Íslands fremur en kirkjunnar, skráir þú þig utan trúfélaga.