Ætli ég verði ekki bara að vera með nöldur og tuð kork um hvað ég á bágt og aumingja litla ég.. pfft! (þó ég sé ekkert það lítil en okei)
Ok, til að byrja með þá bý ég heima hjá Ömmu minni! (íbúðin er á mömmu nafni, en amma er búin að hertaka íbúðina. Ég, eldri bróðir minn og einn yngri bróðir minn og kærastinn minn þegar hann er hjá mér, áttum í upphafi að deila öll einu herbergi!:| En sem betur fer gat stóri bróðir minn búið sér til lítið herbergi úr kompunni.
Allt dótið hennar ömmu er útum alla íbúð (hennar sófi, hennar hillur og allt saman. Og btw þetta er eldgamalt og forljótt).
Og amma hún segir alltaf við okkur að hún er bara með dótið ÞANGAÐ til að gámurinn kemur (með smá af okkar dóti) Eða þangað til að við kaupum eitthvað. Stóri bróðir minn fann sófa um daginn, MJÖG ódýrt. En mjög flottan.
Amma fríkaði út og sagði við hann að það væri þegar sófi, hann benti henni á að það væri hennar sófi, og þá sagði amma það kæmi ekki til greina að hennar sófi færi niður í kompu. Þá minnti hann hana á það sem hún sagði, þá sagði hún að hún gæti ekki farið með sófann niður í kompu eða losað sig við hann, afþví að þetta væri ANTÍK (kann ekki að skrifa) sófi ! sem er bara ekki rétt.. og plús ef hann hefði verið það, þá væri hann búinn að missa þetta antík, því hún naglalakkar og tússar á sófa og húsgögn til að FELA rispur og fleirra… mjög gáfulegt eða þannig ;/
Svo eitt skipti fóru foreldrar mínir utanlands og hún átti að vera með mig á meðan. Ef ég fór ut sem var ekki oft, þá hringdi hún í mig brjáluð klukkan 7 á kvöldi til og sagði að klukkan væri mikið og ég ætti að fara koma mér heim.
Ég frekjaðist á móti og kom klukkan 9.
Svo hætti hún skyndilega að kaupa að borða! ég var farin vera svöng á hverjum einasta degi, og fór meira heim til vina minna (fékk þar að borða stundum) Og amma allaf brjáluð að eg væri svona mikið úti. Og þegar ég sagði henni ástæðuna, þá sagði hún að það væri til brauð!
Ég lifnaði við og hugsaði “ jess loksins eitthvað!”
Svo um kvöldið ætlaði ég að fá mér brauð, og þá var brauðið MYGLAÐ! (eina sem hún keypti á heimilið það var matur fyrir 5 ára gamlan litla bróður minn, sem ég gat ekki tekið af honum. Stalst stundum í það þegar það var nóg til. Og þá fékk ég sko að heyra það frá ömmu!)
Og svo sagði amma einn daginn “ ertu svöng?”
eg: JÁ ÉG ER SVÖNG , ertu fyrst að fatta það núna að ég þarf að borða ?
amma: komdu þá með mér út, förum og sækjum mat.
Ég fór með henni, en erindið var ekki alveg það sem ég bjóst við.. hún fór á stað þar sem fólk minna meiga sín fá frían mat. Og hún sagði við kerlingarnar að hún væri að koma fyrir hönd MÖMMU MINNAR, þar sem mamma min væri “ veik” heima.
Og sagði svo skýrt að hún byggi EKKI heima hjá okkur og þyrfti ekki á þessu að halda að hún væri bara að sækja þetta fyrir okkur.
Það byrjaði að sjóða í hausnum á mér eg var svo pirruð, en ég hélt kjafti.
Svo vorum við komin heim og ég spurði afhverju hún laug ?
þá var svarið “ annars hefðum við ekki fengið þetta , eða eins mikið.
Og sama sagan! ef ég snerti jógúrtið frá þessu þá fékk ég skammir ða þetta jógúrt var ætlað litla barninu.
Ég átti semsagt að taka kjúklinginn (borða sjaldan kjúkling) og elda hann, og taka hrísgrjón eða fiskibollur.
Ég mátti bara borða svokallaðan ”kvöldmat“ ef ég eldaði mér hann sjálf.
Og svo voru og eru enþá HLUTIR að hverfa sem ég og aðrir eiga!
Uppáhalds bleika peysan mín hvarf einu sinni, og málingarbuxurnar mínar.
einhverjum vikum seinna var hún komin í peysuna og sagði að hún hafi fengið hana í rauða krossinum. Svo seinna leit ég þar sem miðinn var á innan verðu, peysan var alveg eins rifin þar og ég gerði óvart við hana, það var grænn saumur til að reyna halda litla gatinu saman, sem ég saumaði í..
Svo seinna var hún lika komin í buxurnar mínar, og eg spurði afhverju hún væri í buxunum mínum, þá sagi hún ” þú gafst mér þær manstu“ eg neitaði því þá sagði hún” ó þá hefur mamma þín gefið mér þær“
Svo einn daginn fékk ég nóg, þegar hún var úti að ég fór í herbergið hennar að leita af hlutum..
Ég fann geisladiskana hennar mömmu sem hún var búin að vera að leita af lengi. Ég fann sumt af verkfærum hans pabba, ég fann uppáhalds bangsa 12 ára bróður míns (bangsi síðan hann var krakki)
Ég fann armböndin mín, ilmvatnsglas frá mér og spennurnar mínar. Svo var fullt af smá drassli.
Og hún þarf alltaf að toppa allt!
henni líður alltaf verst og ömurlegast.
Þegar stóri bróðir minn lenti á spítala og var dauða næst, þá leið ömmu lang verst. Mamma mín var að hrynja niður útaf þessu, en amma þurfti huggun frá mömmu minni því ömmu leið svo illa.
Og þegar hann var kominn út, þá laug amma að öllum að hann , ætti bara að vera rúmliggjandi. Og bannaði fólki að biðja hann um hjálp.(hann átti að vera á fótum eins og hann gæti, en mætti ekki ofreyna sig)
Samt var hún alltaf að biðja hann um að bera hitt og þetta fyrir sig.
Ég er ekki vön bakverkjum eða hausverkum, En einn daginn þá var ég með rosalegan hausverk, og ofan í það fann ég að bakið á mér var á leiðinni að læsast.
(amma var nýkomin frá kjartanslundi, göngutúr) og var svaka hress.
Og var að fara út í bónus eða eitthvað og kaupa eitthvað með gjafamiðum sem hún fékk einhverstaðar. Og bað mig að koma með sér.
Ég svona eins aulalega og ég gat verið sagði hikandi já (langaði að segja nei, en eitthvað fékk mig að segja já)
en lét hana vita að ég væri að drepast í bakinu.
Svo var hún búin að versla, og hún lét MIG BERA ALLA POKANA! afþví að hún var svo AUM í bakinu! og fór svo að tuða að hún þyrfti að leggjast á hitapoka !
Þegar ég á sígarettur, þá betlar hún af mér alveg á fullu! pakkarnir hverfa eins og ég veit ekki hvað.
Svo þegar eg er búin, þá er hún ”hætt“ að reykja rauðan LM og er farin í salem, þannig lætur mig fá salem ógeð, eða þykist ekki eiga.
Svo ef ég er búin að plana að taka litla bróður minn (5 ára) út að gera eitthvað skemmtilegt með honum, að um LEIÐ og amma fréttir það, þá rýkur hún út með hann svo ég geti ekki farið neitt með hann.
Svo kemur það alltaf út eins og ég sé að ljuga og svíkja litla bróður minn (fyrir honum), hann fór einu sinni að hágráta og sagði að ég væri alltaf að plata hann..
En Amma kemur svo seint heim, og brjálast ef ég ætla allavega að bæta honum smá upp.. (það sem var HENNI að kenna)
Og hún talar ekki við litla strákinn, heldur hún kemur ” það er matur“ svo rífur hún í hann og dregur hann með sér. Hann má aldrei klára neitt sem hann var að gera.. Og ef hann hlíðir ekki eins og skot þá er hann ljótur strákur og lítill og óþekkur og hún ætlar að klaga í leikskólakonunar.
Um daginn þá réðist ég næstum því á ömmu mína, en er svo feginn að ég náði stjórn á skapinu í mér.
Ég sagði við hana fyrir framan alla, að eg færi dauðfegin að mamma væri komin, því þá þyrfti ég ekki að svelta lengur! því amma gæfi mér aldrei að borða..
Svo sirka 4 dögum seinna, kemur amma BRJÁLUÐ inn úr dyrunum (litli bróðir minn stendur í sófanum sem ég sit á) en amma kemur með 2 bónuspoka fulla af mat og öskrar á mig að eg sé lygari , að segja að hun keypti aldrei í matinn..
Og litli bróðir minn var forvitin fór að kíkja hvað væri í pokanum. Og amma ýtti honum svo truntarlega að hann flaug næstum því úr sófanum, ég rétt náði að grípa hann. Hann fór að gráta , eg talaði aðeins við hann.. huggaði hann..
svo stökk ég afstað inn í eldhús, reif í hendina á ömmu minni mjög harkalega sneri henni snöglega við, rétt náði að róa mig niður og skammaði hana fyrir framan alla í eldhúsina (voru 2 gestir lika) fyrir það að hrinta litlum stráki afþví að hun væri reið við mig..
Svo laug hún því að pokarnir höfðu rekist í hann, hún tók í hendina á honum og tuskaði hann fram og til baka og ýti honum svo frá sér.
Og ég brjálaðist svona við þetta, því fyrsta ofbeldi sem ég man frá henni var þegar eg var 9 ára, og þá klóraði hún son sinn með lykli í bakið.
Svo man ég að hún kreisti alltaf á mér hendurnar og hristi mig ef ég hlíddi ekki strax, eða kleip mig þannig að engin sæji.. (þó það sást stundum smá mar, en halló krakkar klifra og svona og detta ;) það var ástæðan)
Ég sá ömmu einu sinni kreista hann, og ég hellti mig svo yfir hana, en ef ég sé það aftur, þá hringi ég í lögregluna.
Og pabbi er fluttur út, sem er bara allt í fína (en hann býr í litlu herbergi) Og amma er á fullu að tala um hvað pabbi sé mikill aumingi við okkur krakkana (allt í lagi við img, þvi eg hlusta ekkret á hana og segi mína skoðun) en að segja þetta við 13 ára strák og 5 ára.
Svo afþví að henni mislíkaði alvöru afa okkar (fyrrverandi manninn sinn,) þá lét hún litla strákinn kalla einhvern allt annan kall fyrir afa, og þessi kall er svika hrappur, hafði af mömmu mikið fé á tímabili.. en það virðist vera allt gleymt.
Og mamma er svona með öðrum manni núna, og amma byrjar strax að segja við mig ” Hvernig lýst þér á að vera að fá nýjan pabba ? "
eg: þetta er ekki pabbi minn
amma: víst er hann pabbi þinn, stjúp pabbi þinn
eg: nei, hann verður aldrei pabbi minn, það eina sem hann er og verður er maður mömmu minnar búið.
amma: hann er meiri pabbi heldur en pabbi þinn
*og síðan trompaðist ég*
Og já hún breytti einu sinni nafninu mínu.. eg var skýrð í höfuðið á pabba eins og venjan er, en amma breytti því í að eg væri skýrð í höfuðið á mömmu :|
Þegar ég var 11 ára gömul var mér kennt um að vera að skoða eitthvað klám í tölvunni og downloada klámi. Hardcore klám.
Amma lét einhvern ókunnugan karl koma og skamma mig!
Og segja að hann gæti sannað það, samt var það aldrei sannað.
En amma sagði öllum það, og skammaði mig á almannafæri meira að segja fyrir að downloada þessum efnum..
Hún vildi frekar trúa upp á 11 ára gamalt barn að horfa á klám heldur en frændur ´mina sem voru akkuratt þessa helgi í heimsókn hjá okkur, og þeir voru svona 16-17 ára þá.
ég gæti skrifað ENDALAUST um hvað þessi snarklikkaða kerling er geðveik..
Og ég er að missa vitið útaf henni, mig langar stundum að kæfa hana, setja blásýru í kaffið hennar.. BARA EITTHVAÐ ! :| vonda ég ..
Bætt við 30. október 2008 - 01:19
úps ! xD kom soldið skringilega upp þegar eg var að tala um einn bróðir minn.. þegar eg sagði sitt og hvað hvað hann væri gamall (ekki yngsti heldur næst yngsti) þá var eg að meina þegar þetta átti sér stað, hann er 14 ára ídag. Vill bara taka það fram:p