Að vera hnakkamella eða barbídúkka er einhver stereótýpa sem einhver bitur stelpa bjó til því henni fannst eins og hún gæti öfundað stelpurnar að einhverju leyti, sem er rangt.
Það er engin stelpa eins. Þær eru breytilegar eins og þær eru margar.

Meiningin er að ég skil ekki þetta með barbídúkkur og hnakkamellur..
Að láta dæma sig sem einhverja ákveðna týpu en ekki sem einstakling er bara rangt, það er verið að ræna ákveðnum einstaklingsbundnum hlutum.

Það er hægt að reyna að líta út sem eitthvað ákveðið og ég viðurkenni alveg að það er til hellingur af douchebags þarna úti sem vantar einhverja litninga í og sækjast bara eftir einhverjum einum hlut, en flestar stelpur sem að eru ljóshærðar og meika sig mikið, þær eru ekkert verri en aðrar manneskjur. Kannski eru sumar þeirra sem halda að með þessu útliti séu þær yfir aðra hafnar, sem er líka rangt.

En þó að maður kynnist þannig einstakling gefur manni ekki þann rétt á að dæma hana sem eitthvað sem hún er ekki, þá er maður sjálfur ömurleg manneskja, og ætti að vera hluti af Tussuflokknum og Sandpíkuhreyfingunni.


Pjeh.