mér datt í hug í sambandi við greinar sem maður vill fylgjast með að í staðinn fyrir að hafa það þannig að maður geti krossað við að fá skilaboð ef einhver svarar korki eða svari manns (en ekki annara) þá væri líka hægt að hafa kubb á egóinu til þess að láta í greinar sem maður vill fylgjast með. t.d. ef ég sé grein og svara henni og vill sjá hvað aðrir svara þá gæti ég sett þessa grein inná kubbinn og síðan séð hvort að það séu búin að bætast við svör. þannig gæti maður haft allar greinarnar á einum stað og þá þarf maður ekki að vera að flakka á milli áhugamála eða jafnvel gleyma hvaða greinum maður var búinn að svara en vill fylgjast með.
einnig finnst mér að ef maður krossar við “Láta mig vita þegar þessum pósti er svarað” þá verði maður látinn vita af öllum svörum við greininni en ekki bara ef fólk er bara að svara því sem maður sjálfur svaraði.
hvað finnst ykkur
<br><br>——————————
ruglubulli 2001
,,allar alhæfingar eru slæmar"