Geri mér fulla grein fyrir því að “þó að ríkið segi eitthvað þá er það ekki endilega rétt”. Samt sem áður er þetta efni flokkað sem ólöglegt eiturlyf og fíkniefni og er þar af leiðandi sett undir sama hatt og sterkari efni.
Ég get alveg verið sammála því að það sé ekki endilega rétt flokkun.
Hinsvegar þá var ég að kommenta á eftirfarandi;
Myndiru hætta að umgangast vin þinn ef hann myndi byrja að drekka áfengi? Held ekki.
Það er ekki bannað samkvæmt lögum að drekka áfengi (ef við gefum okkur það að viðkomandi sé kominn yfir tvítugt). En það er ólöglegt að neyta fíkniefna, svo sem cannabis.
Kannski vill viðkomandi ekki umgangast lögbrjóta.
Þennan mun var ég að benda á þegar ég skrifaði;
Munurinn er sá að áfengi er ekki ólöglegt.
Ég talaði aldrei um hvort er verra eða neitt svoleiðis, ég var einfaldlega að benda á þennan mun.
Það að þú líkir síðan samkynhneigð við fíkniefni skil ég ekki, og hvað þá að þú setjir útá það að mér finnist það ekki vera sambærilegt með þeim hætti sem þú gerðir. Samkynhneigð er eitthvað sem að fólk getur ekki gert að, það er meðfætt, en ekki áunnið.
Það að reykja gras, er eitthvað sem að einstaklingur ákveður að gera, s.s. áunnið, en ekki meðfætt.