Ég tók af skarið um daginn, googlaði orðið “sálfræðingur” og fór á ja.is og fékk þá í stafrófsröð, þrengdi síðan leitina með því að velja aðeins þá sem eru í mínu bæjarfélagi og hringdi svo bara í einn ;Þ Fór í tímann fyrir viku síðan og mér fannst það alveg yndislegt! Segi ekki að ég hafi fengið lausn á öllum mínum vanda en margt var útskýrt og sett í samhengi, svo sendi hún mér lesefni og verkefnamöppu og núna förum við bara að vinna í mér, sem mér finnst alveg frábært!
Bara að benda þér á að ef þú ferð á einkarekna stofu kostar tíminn svona 8000 kall, veit ekki með styrki eða eitthvað sem þú getur fengið en þú tékkar bara á því. Annars er deild á landsspítalanum sem heitir að mig minnir FG (gæti verið eitthvað annað líka ég gæti hafa misheyrst) og þar geturu pantað tíma og tíminn kostar 2000 kall.
Ég myndi bara drýfa mig!