Á laugardagskvöld fór ég í bíóferð með nokkrum vinum mínum en fór ein með vinkonu minni í strætó. Þegar ég var komin í Smáralindina uppgötvaði ég að ég hefði týnt símanum mínum. Ég mundi eftir að hafa verið með hann í strætó því ég tók hann upp þar til að hringja í hinn hlutann af hópnum.
Upp í Smáralind hringi ég svo í mömmu mína og hún hringir upp í Strætó og spyr hvort eitthvað hefði frést af týndum síma. Gaurinn þar segir nei en segir hins vegar að svona hlutir skili sér oftast.
Á sunnudaginn fer ég heim eftir sleepover og mamma er þá búin að hringja en ekkert annað hefur heyrst.
Ég semsagt auglýsi þá á msn að ég hafi týnt símanum mínum og þá spyr strákur nokkur sem ég hafði kynnstfyrir svona 3 vikum í gegnum vin minn, hvort ég hefði verið í strætó 24 um gærkvöldið (laugardaginn).
Ég játa því og hann segir að hann og nokkrir sem voru með honum (einn meðal annars annar gaur sem ég kynntist fyrir 3 vikum í gegnum vin minn) hefðu fundið síma aftast í strætó 24. Algjör tilviljun að ég skildi vera svona heppin að þeir hefðu fundið hann en þeir létu hins vegar bílstjórann fá hann.
Mamma hringdi svo í dag og þegar ég kom heim og hringdi í hana þá sagði hún mér að hún hafði fengið þetta svar: konan úr “afgreiðslunni” í hagvögnum sem einnig sér um svona hluti sagði að hún hefði náð í bílstjórann sem hafði keyrt á þessum tíma og hann sagt að jú, hann hafði fengið síma í hendurnar en stuttu seinna hafi stelpa komið upp í vagninn og sagt að hún hefið gleymt síma og fengið þennan síma.
Þetta fannst mér frekar grunnsamlegt vegna þess að hverjar eru líkurnar á að tveir símar týnist í sama strætó sama kvöld í 24?
Þá fer ég semsagt inn á MSN grautfúl, fer inn á google of finn mynd af eins síma og mínum og spyr þessa tvo gaur hvort síminn sem þeir hafi fundið hafi verið eins og hann.
Jú þeir svara því báðir játandi og þá fer ég að hugsa: líkurnar á því að tveir eins símar týnist í 24 sama kvöldið? Hæpið ekki satt?
Núna veit ég að þetta hafi verið síminn minn því mér (ásamt öðrum) finnst ekki möguleiki að svona nokkuð hafi gerst.
Niðurstaðan er semsagt tvær:
1.Saga bílstjórans er rétt, stelpa nokkur var mjög örvæntingafull í að reyna að komast yfir annan síma og fór inn í strætó til þess að athuga hvort einhver hefði fundið síma sem hún hafði “gleymt”. Hún varð ótrúlega heppin því hún lenti akkúrat á rétta strætó og fékk síma.
2. Bílstjórinn er það örvæntingafullur í þessu kreppuástandi og ákveður að stela símanum sem hann hefur fengið í hendurnar því hann gleymdist í strætónum. Þegar hann er svo spurður um þetta lýgur hann upp einhverri fáránlegri sögu.
JÁ ég er að nöldra út af síma en gaur, hann kostaði pening og ég vil fá mína persónulega hluti aftur þakka þér fyrir!
Bætt við 28. október 2008 - 17:57
Jæja…
þá er það opinbert að ég fæ ekkisímann minn aftur!!!!