Skoðanir byggðar á fáfræði eru hvað annað en heimska? Þannig skilgreini ég allavega heimsku og ef það fellur ekki að þinni skilgreiningu þá er það bara munur á okkur tveimur, ég hef ekki rangt fyrir mér með þessari skoðun en ég skil þig alveg.
Þú tekur kannski eftir svokölluðum ‘gæsalöppum’ í fyrstu útskýringu minni á orðinu ‘heimska’ á heilum tveimur stöðum. Ég sagði að þetta væri almenn útskýring, en gaf lítið í hana með svokallaðri kaldhæðni, sem var gefin í skyn með gæsalöppum og frekar útskýrt með því að kalla þetta gallaða útskýringu.
Ég skil ekki hvaða staðreyndir þú vilt fá frá mér og bið þig um að lesa þessa málsgrein aftur. Þetta var almenn útskýring á heimsku og staðreyndirnar eru í huga fólks sem ég talaði þarna um.
Þessi frétt hefur líklegast verið birt af einhverjum sem er tengdur barninu. Og stelpan sagði ábyggilega allt þetta á þeim grundvelli til að reyna opna fyrir þér smá hver ástæðan gæti verið. Ég man ekki eftir að hafa séð það sem hennar skoðun.
Það er til margt fólk sem grípur hvert tækifæri til að hefja lögsókn.
Þú getur sett hvað sem er í fréttirnar í raun og veru
Þessi frétt er bara frétt því foreldrar barnsins eru athyglissjúkir. Ef þeir vilja grípa til lögsóknar þá eru þeir hinsvegar ekki bara athyglissjúkir heldur tækifærisinnar og/eða óábyrgir foreldrar að reyna að skella skuldinni á allt annað en þau sjálf.