Ég er með köfnunar fóbíu, en hún er soldið spes :/
Það er aðalega ef einhver setur lúkurnar á sér utan um hálsinn á mér.. Eða eins og einhver sé að fara hengja mig..
(þó að ég viti að manneskjan MYNDI ALDREI drepa mig eða skaða mig.. að þá um leið og það byrjar að þrengjast að hálsinum þá bókstaflega panica ég..) Stundum berst ég um eins og andskotinn sjálfur, eða lamast niður af hræðslu..
Á það meirasegja til að brottna niður af hræðslu :/
Ég get ekki gengið með neitt utanum hálsinn á mér, get ekki verið í rúllukraga bolum eða neitt sem er uppvið hálsinn á mér! óó en skemmtilegt ..
Bætt við 26. október 2008 - 06:17
Svo er ég með klígjur og þráhyggjur sem eru að ganga fram af mér xD (held ég sé að segja rétt)
Þráhyggjur: ALLTAF þegar ég er að labba inn í íbúðina mína, þá verð ég að ýta til skiptis á ljósa takkann og bjölluna (sem er við hliðina á hurðinni) a.m.k 4 sinnum ! (jafn mörg skipti með báðum höndum samt sem áður)
Ef það er klink á borðinu til dæmis, annaðhvort verður allt klinkið að vera í einni klessu/hrúgu eða algerlega aðskilið, ekkert af klinkinu snertir hvort annað. (sama á við um flesta hluti)
Klígjur: Er með væga klígju fyrir sýklum, ef ég hugsa stundum of mikið um hlutinn sem ég snerti sem aðrir gætu hafa snert með þeirra sýklum og þvíumlíkt þá kúgast ég alveg hrottalega og á hættu á því að kasta upp, þannig best að hlaupa og þrífa sig um hendurnar strax.
SVO eitt en, þá er ég líka smá mannafælin ofan í það.. þó ég lúkki ekki þannig (fyrir utan það að nudda fingurnar saman á miljón, og horfi mikið í kringum mig..)
Bara mjöög langt síðan ég fór lengra í burtu frá heimilinu heldur en 10-11 sem er eiginlega við hliðina á.
(en ég get samt ekki sagt að ég sé mannfælin, þetta er meira kvíði :)