Þannig er nú mál með vexti (?) að kærastinn minn hefur verið á Akureyri að vinna síðustu tvær vikurnar, svo á hann að koma heim á morgun og fara aftur á mánudagsmorgunn.

Í tilefni af því að hann var að koma heim var ég búin að plana deit, panta borð á veitingahúsi og kaupa miða á Bubbatónleika sem áttu að vera í Bæjarbíói hérna í Hafnarfirði en nei, Bubbi dettur í hálkunni og er í gipsi! Svo það verða engir tónleikar og það eina sem ég finn sem er eitthvað varið í á morgun eru Nýdankar tónleikar en kærastinn minn sá þá á Akureyri um síðustu helgi svo það gengur ekki!

Þetta átti að vera deit, ekki djamm, svo mig vantar einhverja tónleika eða eitthvað svona til að gera eftir að við erum búin að borða því ég keypti nýtt dress og allt og ég ætla ekki bara heim og horfa á sjónvarpið. Fékk næturpössun fyrir strákinn og allt!

Þetta er bæði nöldur og svo óska ég eftir hugmyndum, veit einhver um eitthvað skemmtilegt sem er að gerast um helgina?

Bætt við 24. október 2008 - 20:34
Langaði aðeins að bæta við að við eigum 9 mánaða strák og við höfum ekki gert neitt svona fyrir okkur án hans síðan hann fæddist svo okkur var báðum farið að hlakka alveg geðveikt til. Svo nei, Bubbi í gipsi og ætli það endi ekki þannig að það verði ekkert flogið frá Akureyri á morgun, bara svona í tilefni dagsins.

Ég er alveg ógeðslega fúl :(