Ég var í kringlunni á þriðjudaginn síðastliðinn að versla mér skólaföt. Ég rölti í gegnum kringluna og sé unglina á ca. aldrinum 13-15 ára hangandi í kringlunni eins og þeir eiga pleisið. Þetta var ógnvekjandi hvað margir þessara drengja voru búttaðir, drekkandi gos eins og vatn og étandi nammi. Síðan eru þeir með eitt kíló af fitu í hárinu sem þeir kalla hárgel og halda að þeir séu eitthvað betri en hin venjulegu uppöldu börn. Með þessum vandræðagemlingum eru fáklæddar óþroskaðar stelpur sem reyna hvað sem þær geta til að snerta og kjassa hver aðra og særa blygðunarkennd viðstaddra kringlufara. ÞETTA ER NÚ BARA EKKI Í LAGI!


Hvar spila foreldrarnir inni í svona tilvikum?
Hvað verður um þessi vesalings börn?
Eru foreldrar hættir að setja útivistarmörk og banna börnum sínum hluti?

Er ég var á leið minni til míns heima úr kringlunni ganga upp að mér óharnaðir einstaklingar sem sníkja af mér sígarettur. HVAÐ GENGUR Á Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI?

Börn undir 18 ára aldri reykjandi tóbak. Mín afstaða til alvarlegra mála til þessa er einföld. Það verður að stoppa að svona gerist og snúa aftur til gömlu tímanna þar sem við krakkarnir lærðum á daginn til að bæta menntaveg þjóðarinnar, sérstaklega þar sem ástandið er nú vont eins og nú. Lengja skólatímana og virkja einstaklingsbundnar hugaríþróttir og fimi. Þá myndast ekki þessi sunnudagsefi í krökkum og þeir hætta að hitta hvern annan og slóra og hanga. Allt fyrir börnin.

Virðingarfyllst.