Ég var áðan að lesa þennan þráð og fór að spá:

Hver ætli sé með flest svör á huga?


Hulda (hugarinn með flestu stigin) er með ca. 19.300 svör en það hlýtur einhver að vera með fleiri.

Svo að ef þið munið eftir einhverjum mega old-school hugara, flettið honum þá upp og sjáið hversu oft hann hefur postað á huga í gegnum tíðina.

Og já, ég ætla að quote-a í Loka hér fyrir neðan fyrir aðferðina til að sjá svarafjölda.

Loki
Smellir á notendaupplýsingar, ferð í “annað efni eftir notanda”. Þar er allt efni sem sá hinn sami hefur gert á huga. Ef þú ferð í “Næstu 100 niðurstöður” þá færðu slóð eins og "http://www.hugi.is/tilveran/search.php?user=Loki&count=100&page_nr=2"
Síðan hækkaru feitletruðu töluna smátt og smátt og þar til að þú finnur síðuna þar sem postar notandans endar. Margfaldar þá feitletruðu töluna með 100, þá ertu með ca. póstafjölda.