Hvað er á borðinu sem þú situr við þegar þú lest þetta (ef þú situr ekki við borð… farðu eitthvað annað bara), fyrir utan tölvuna sem þú ert að lesa þetta á? Ég skal byrja.
Ferðaútvarp
Tveir bunkar af pappírum og drasli
Tómir geisladiskar í svona kringlóttu boxi
Myndavél
Pennaveski
Dósayddari
Tóm kókdós
Þrjár reiknivélar (þar af ein grafísk)
Pennastandur með blýöntum, pennum, penslum, reglustikum, skærum, hringfara, dúkahníf og einhverju smádóti
Lítil skál með fleira smádóti (USB lykill, alls konar millistykki og haugur af svona vírum til að loka pokum eða halda saman snúrum aðallega)
Hálsmen
Hárteygja
Aukamús sem ég nota fyrir fartölvuna mína
Stöðumælasekt
Klósettpappírsrúlla
Tveir flakkarar (160 og 500GB)
Peace through love, understanding and superior firepower.