“Sjáið mig, ég er svo gáfaður að ég veit að déjà vu er almennt ekki rétt, heldur er réttara að nota déjà vécu”
Fáránlega mikið smáatriði og þar að auki er ábendingin röng hjá þér í þessu tilviki. Déjà vu er alveg rétt hugtak til að nota um þessa tilfinningu þegar hún fæst af því að skoða Huga, þar sem hann er ekki að upplifa það sem gerist á huga, heldur er hann að sjá það. Munurinn á déjà vu og déjà vécu er að hið fyrra er “already seen” en hitt “already lived”. Vissulega er déjà vécu ekki rangt í þessu tilviki, en það er déjà vu ekki heldur.