Þeir sem að voru búnir að plana að fara til útlanda kannski marga mánuði fram í tímann og eru á leiðinni út geta ekki keypt sér gjaldeyri því að það er ekki til neinn gjaldeyrir á landinu. Einnig er Ísland komið á svarta listann allstaðar í heiminum og ef að menn vilja millifæra af íslenskum reikning á erlendan þá mun erlendi bankinn hirða peninginn.

Svo ekki sé talað um að 500 manns eru búin að missa vinnuna hjá Landsbankanum og það á eftir að koma í ljós hversu margir það verða hjá Glitni og Kaupþing.

Þótt að þetta snerti kannski ekki marga hérna, hugsið um fjölskyldur þessa yfir 1000 manns sem að eru að fara að missa vinnuna sínu.

Þetta er ömurlegt.