Ég er ekki endilega sammála því að fólk þurfi að hafa reykt efnið til að hafa skoðun á því, auðvitað er það satt að flestir eru hræddir við það sem þeir þekkja ekki, og þ.a.l. eru flestir hræddir við gras og þannig efni því þeir þekkja það ekki, hafa bara fengið svartsýna og drungalegar forvarnarumræður í skólanum…
Svoleiðis að mér finnst í lagi að fólk hafi skoðun á þessu þótt það hafi ekki endilega notað efnið, svo lengi sem það tekur tillit til allra hliða á málinu, geti séð þetta frá öllum sjónarhornum osfrv.
Ég sjálfur er hlynntur lögleiðingu, og ég var það ekki alltaf, ekki þegar ég var yngri aðallega vegna allra forvarnanna sem gáfu mér mjög ranga hugmynd um þetta… Ég veit vel að lögleiðing væri risky, en það er að hluta til vitlausum forvörnum að kenna… :/
Ætla ekki að tjá mig neitt mikið meira um þetta, veit vel að það verður ekki lögleitt á íslandi á næstu áratugum, og að það verður alltaf rifist um þetta fram og tilbaka því að fólk þekkir þetta mismikið og hefur mismunandi skoðanir á því… Ég sé fáa sem vita eitthvað af viti um efnið og eru ekki hlynnt lögleiðingu…