A. Davíð Oddsson er sá sem mesta ábyrgð ber á ástandinu. Til að byrja með spáði Þjóðhagstofa fyrir um að bankar á Íslandi og íslenskur almenningur væri að verða of skuldsettur árið 2004. Davíð Oddssyni mislíkaði gagnrýnin og lét loka þjóðhagsstofu, einu sjálfstæðu hagfræðieftirlitsstöð Íslendinga sem í meir enn áratug hafði haft það hlutverk að gagnrýna peningastefnu stjórnvalda. (Af því að stjórnarandstöður eru ekki málefnalegar á sama máta og hagfræðingar með reikniskemur).
B. Davíð Oddsson tók þátt í að móta peningastefnu Íslendinga bæði sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Hann ber ábyrgð á hávaxtastefnunni sem keyrði gengið of hátt upp. Hann ber líka ábyrgð á því að Ísland styrkti ekki gjaldeyrisforðann sinn þrátt fyrir að hér um bil allir hagfræðingar væru að mæla með því. Davíð tók ekki gagnrýni.
C. Davíð er eini seðlabankastjórinn í vestrænu ríki sem ekki er hagfræðimenntaður. Seðlabankastjórar eru yfirleitt óflokksbundnir hagfræðingar, en ekki á Íslandi.
Núna er tækifærið. Það liggur frumvarp á alþingi fyrir um hvernig eigi að ráða seðlabankastjóra og hvaða reynslu og þekkingu þeir eigi að hafa. Ef hann segir af sér getur sá næsti eflt virðingu fyrir íslenskri myntstefnu innanlands og utan.
Endilega gagnrýndu mig. Ég er enginn Davíð.