Þetta er ekkert til að hafa stórkostlegar áhyggjur. Tja nema þú sért með hvert lánið á fætur öðru á bakinu eða ert búinn að eyða öllu sparifénu í hlutabréf og aðrar fjárfestingar.
Jájá finnst það bara skrítið vegna þess að 3% hlutur í Glitni hefur að öllum líkindum kostað tugi milljóna ef ekki hundruði. Mér finnst það einfaldlega bara frekar skrítið að náungi sem er svo vel efnaður stundi huga. Bara mín skoðun og ég er ekkert að reyna að vera með nein leiðindi.
Það er töluvert líklegra en það er samt hellings peningur. En ég ætla ekki að vera að þræta hvort þú sért að segja satt eða ekki enda hef ég enga leið til að sanna það.
Þú færð ekki hálft prósent í Glitni fyrir 6,7 milljónir…
Ríkið keypti 75% hlut í Glitni nú fyrir stuttu á ca. 80 milljarða ÍSK. og það með dágóðum afslætti. Segjum sem svo að þú virði Glitnir hafi verið það sama þegar þú keyptir þín hlutabréf og núverandi virði. Til að fá eitt prósent deilum við með 75 –> 80.000.000.000 / 75 = ca. 1,06 milljarður. Deilum svo í útkomuna með 2 og fáum út hálft prósent –> 1.060.000.000 / 2 = ca. 530 milljónir.
Til þess að eignast hálft prósent í Glitni hefðir þú þurft að borga 530 milljónir ÍSK. og það með dágóðum afslætti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..