Þetta með litina er rosalega mismunandi.
Hér er dæmi um “venjulegt goth”.
Og hér er dæmi um “cyber goth”.
Þó svo að þessi seinni sé reyndar í frekar dökkum litum líka eru skærgrænir og ljósbleikir frekar áberandi hjá cybergoths.
Til að halda áfram með muninn, þá tengist það víst eitthvað tónlist líka skilst mér. Emo fólk hlustar þá sennilegast á My Chemical Romance, Fall Out Boy, Panic At The Disco og Tokio Hotel til að nefna nokkrar. Goths væri hinsvegar meira í Bauhaus, The Cure, Marilyn Manson, Christian Death og Joy Division. Cyber-goths væru, samkvæmt því sem ég hef tekið eftir, meira í industrial tónlist, t.d. Psyclon Nine, Noisuf-X, Hansel und Gretyl, NIN, KMFMD, Laibach og svo mætti lengi telja.