Sæl!

Langaði bara að deila svolitlu með ykkur hérna:)

Kærasti minn fór á N1 í Mosó um daginn því ljósið vinstra megin var farið hjá honum og vanntaði honum að skipta um peru..
Sem er nú ekki frásögu færandi nema hvað að maðurinn segjir að þetta sé einungis hægt á verkstæði (þarsem það er frekar erfitt að komast að perunum eins og í Yaris..hann er á Aygo..)..Hann fer þá bara og er ekki enn búinn að láta laga peruna..

Núna á Miðvikudagskveldinu var hann að keyra bílinn minn þegar báðar perurnar hjá mér fóru allt í einu..
Hann segjir mér frá því og á fimmtudagskveldinu fer ég upp í Olís í Mosfellsbæ og bið herrann þar um að skipta um peru. Hann sá alveg hve erfitt það var að komast að þessu en samt sem áður lagði hann í það að skipta um þær.
Það tók hann smá tíma að ná þeim úr, þarsem hann var með stórar hendur. En hann lagði samt sem áður í þetta.
Eftir smá tíma var hann meirasegja kominn með sár á hendina en stoppaði samt sem áður ekki.
Svo kláraði hann og sá til þess að allt væri í lagi, svo fór hann og ég þakkaði fyrir mig!


Svo greiddi ég litla upphæð fyrir perurnar og fór mína leið!


Lofið fær Olís í Mosó fyrir að leggja sig svona mikið fram fyrir kúnann.

Lastið fær N1 fyrir að reyna ekki einusinni…

takk fyrir mig!

Kate4
~ Systematic, Sympathetic