Þágufallssýki er þegar fólk hefur þágufallsfrumlag þar sem það á ekki að vera.
Fólk sem segir “Mér langar” og “mér hlakkar til” er haldið þágufallssýki.
Þessi sjúkdómur er skyldur þolfallssýki, sem veldur því að fólk segir t. d. “mig hlakkar til”.
Þessum sjúkdómum fylgir einnig oft svokölluð kynvilla, en hún felur í sér að fólk vill kynbeygja sögnina “að vilja”. Karlkyns sjúklingar segja þá “ég vill” en “hún vil”.
Hafin er landssöfnun til styrktar fallasjúklingum og kynvillingum og þeim sem vilja styrkja söfnunina er bent á íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.