Ástæðan fyrir lausafjárvandanum eru misheppnuð vinnubrögð fjármálastofnana og afskipti ríkja af peningamálum. Af hverju halda allir að lausnin á vandanum sé að treysta þeim sömu og valda þessum bólum, þ.e. fjármálastofnunun og seðlabönkum? Það er út í hött, ef að leiðtogi hóps er sífellt að leiða þá á villigötur er ekki eðlilegt að skipta um leiðtoga? Þetta bitnar alltaf að lokum á venjulegu fólki í gegnum hærri vexti og afskipti hins opinbera eins og til dæmis að nota almannafé til að kaupa fallið fyrirtæki. Vissulega gerist það líka ef að bankar fara á hausinn, en það bitnar fyrst og fremst á þeim sem eiga hlutafé í fyrirtækinu ekki þeim sem eiga tryggðar eignir hjá þeim.
Þú getur bara ekki ætlast til þess að fólk læri af mistökum og bara allt í lagi.
– Ef ég get ekki treyst á þetta af hverju ætti ég að láta þetta lið hafa meiri pening? Annað hvort þarf að ráða nýja stjórnendur eða þeir þurfa að læra af eigin mistökum, þeir hefðu sjálfsagt gott að því að lesa The Art of War.