Besta leiðinn til að bæta minnið er regluleg hreyfing. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því hversu vel menn geta munað hluti, en það má þó gera ýmislegt til þess að bæta það örlítið og koma í veg fyrir að það versni. Eins og ég sagði fyrst, hreyfing. Svo hefur einhver annar nefnt ómega fitusýrur, lýsir er gagnlegt en ekkert töfralyf. Minnið er líka eins og flestir hæfileikar, þú getur bætt það með þjálfun. Einfaldir minnisleikir geta hjálpað, til dæmis eins og að reyna að muna röð af tölum eða orðum. Það er til fullt af bókum sem innihalda slíkar æfingar.
Menn furða sig gjarnan á því hvað ég get munað mikið, ástæðan fyrir því er mikil þrjóska. Ég hata að muna ekki hluti, ef ég man ekki hver var forsætisráðherra Bretlands í seinni heimstyrjöldinni þegar ég er spurður, fletti ég því upp um leið og ég get. Þetta verður til þess að ég er sífellt að rifja upp og þar af leiðandi festast hlutirnir betur í minni. Það eru engar töfrajurtir eða galdrar bakvið mitt minni allavega.
Svo eru til margar aðferðir til að muna hluti, gagnlegasta leiðinn er að tengja hluti við myndir í huga sér. Það hafa verið skrifaðar margar bækur um þetta, allir heimsmeistarar í minnisleikjum beita nokkurn veginn sömu aðferðinni. Þetta er samt eitthvað sem tekur töluverðan tíma að tileinka sér og gera að ómeðvitaðri hegðun. Auk þess sem þetta er ekki sérlega gagnlegur hæfileiki svona almennt séð.