Þetta er nákvæmlega sami drykkur og seldur er í öðrum Evrópulöndum en dósirnar sem ég hef séð hér eru framleiddar fyrir Bretlands markað. Ekkert hefur verið tekið út og engu bætt við. Hann inniheldur 0,03% koffín, en Burn, Cult og aðrir drykkir sem hafa verið seldir hér á landi innihalda einungis 0.016% koffín eða minna, sem hefur verið hámarkið hingað til.
Einnig má til þess geta að Red Bull innheldur amínósýruna Taurine. Ég veit ekki til þess að Red Bull hafi einhver tíman innihaldið Efedrín, hann hefur alltaf verið markaðssettur sem Taurine drykkur.