Góðan dag, ég bý á Seltjarnarnesi og hef oftar en einu sinni lent í því að lenda næstum í árekstri hjá hringtorginu sem er hjá Nóatún v/sjóinn.
Ástæðan fyrir því að fólk virðist ekki skilja að INNRI hringurinn er ekki þarna til þess að fara á fyrstu akrein út. Það er bæði bannað og á móti almennri skynsemi. En samt sem áður gerir fólk þetta án þess að pæla í nokkru og horfir síðan hneykslunaraugum þegar það er næstum búið að merkja sér hliðina á bílnum mínum!
Dæmi:
Ég fer á ytri hring og fer ekki út á fyrstu akrein heldur held áfram til þess að komast á veginn út á nes, en þá ákveður hálfvitinn á innri hringnum að fara á fyrstu akrein út og fer næstum á mig.
Ástæðan fyrir því að ég tek oft ytri hringinn en ekki innri er sú að það er yfirleitt röð í innri hringinn og sumt fólk á ekki samleið við hringtorg (það er alltof lengi að fara inn í það og hikar lengi jafnvel þó bíllinn sem er að koma sýni skýrt með stefnuljósi að hann ætli út).
Ætti að taka bílprófið af þessu fólki, allavega að kenna þeim á hringtorg.