Já, ég er ekki einu sinni sammála þér um túlkunina á RoyalFool. Mér finnst túlkun þín á honum ósanngjörn. Eina sem hann gerði var að spyrja hvaðan hún fengi þetta og svo setti hann broskall á eftir sem er yfirleitt til marks um að það sem er sagt sé sagt í góðu. Því finnst mér eðlilegra að túlka hann sem svo að hann sé að spyrja <i>bona fide</i>, í góðri trú, hvernig henni detti svona (e.t.v. sniðugir) málshættir í hug :)
Góð þumalputtaregla: Ef það er hægt að túlka orð einhvers á fleiri en eina vegu er sú sem kemur best út fyrir þann sem talar yfirleitt rétt, nema sérstök ástæða sé fyrir annarri túlkun. Þetta heitir velvildarlögmálið, eða <i>principle of charity</i> á frummálinu. Ef við hefðum þetta ekki, leynt eða ljóst, á bak við eyrað þegar við túlkum aðra myndu mannleg samskipti varla ganga upp þar sem í hvert sinn sem einhver segði eitthvað myndum við snúa út úr og túlka allt á sem verstan og óhagstæðastan hátt fyrir viðkomandi :)<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________