Sem er hið fínasta mál, nema hvað mig langaði að hafa gamla símanúmerið mitt (sem ég hafði þegar ég var með númer hjá símanum) og systir mín hafði látið bara breyta símanúmerinu hja sér yfir í nova og bara fengið þetta þannig í gegn.
svo fer ég í Nova sem er bara við hagkaup á 2 hæð í Kringlunni og segji drenginum þar hvernig ég vil fá þetta gert.
Hann tók sinn tíma í að skilja mig sem er ekkert mál (eða svo fannst mér) en svo tjáir hann mér að þetta er bara því miður enganvegin hægt…
Ég nefni það að systir mín lét gera þetta og hann sagði ekkert við því… en segjir bara að þetta sé ekki hægt…
Ég þakka fyrir mig og kveð og labba aðeins lengra. þá mundi ég eftir því að Nova væri líka á staðnum þarsem Vodafone og Síminn eru, svo ég fer þangað.. og viti menn
ALLT Í EINU er þetta hægt…
Herrann sem var þar reddaði þessu öllu á staðnum og kláraði málið! …
Svo þetta var einungis vankunnáta hjá Nova starfsmanninum hjá Hagkaup..
Æ skil það svosum að maður getur ekki vitað allt… en einnig finnst mér að starfsfólk fyrirtækjanna ættu nú rétt á smá þjálfun og rétt á námskeiðum í sínu starfi..
Vegnaþess að segjum svo að ég hefði ekki farið að nova hjá símanum og þar… þá hefði Nova misst viðskiptavin…
Svo þetta er nú harla gott fyrir fyrirtækin…
ekki satt?
~ Systematic, Sympathetic