Ég hef alltaf verið bílveik og er með töflur fyrir lengri ferðir en þetta versnaði til muna þegar mamma keypti nýjann bíl - Toyota Yaris. Útaf einhverri ástæðu sem mér er ekki ljós þá verð ég tvöfalt bílveikari í honum heldur en venjulega. Ég reyni eins og ég get að forðast að fara í hann, en hei, einhvern veginn verð ég að komast í skólann -.-
Það sem pirrar mig mest er að foreldrar mínir eru ekki nærri því að selja hann. Og vil nefna það að metið hjá þeim í að halda bíl er eitt ár.
Ég fór með foreldrum mínum í bíltúr áðan, bara til að sleppa við uppvaskið og ég titraði allann tímann, með æluna í hálsinum og mér leið eins og ég hefði snúist marga hringi á skrifstofustól.
Og ég varð svo pirruð að ég fór strax inní tölvuna að skrifa þennan nöldurþráð.
E.s. Afsakið ef það eru stafsetningarvillur, er ennþá skjálfhent.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.