Nenni ekki að lesa öll svörin svo ég veit ekki hvað hinir eru búnir að skrifa. :) En ég veit alveg um kvenmenn sem hafa fengið vinnu að sjá, en það er samt alveg miklu meira um það að karlmenn fái vinnuna. Þegar þú sækir um þarftu að vera dáldið frek.. ekki samt “þannig”, heldur eins og ef gaurinn segir “ég hringi í þig eftir 2 daga” eða eitthvað, og hringir svo ekki, þá hringir þú aftur. Og bara halda því áfram þangað til þú færð svar. Sem sagt sýna að þú virkilega viljir vinnuna. ;P
En ef þú ert að pæla í kokkinum, eru meiri líkur að þú fáir sem aðstoðarkokkur, nema auðvitað þú sért lærð. ;D
Og já ég er frá Eyjum, pabbi minn sjómaður og flest allir í Eyjum svo ég veit alveg hvað ég er að segja haha. :D Bara gangi þér vel að fá vinnuna. ;)
Bætt við 25. september 2008 - 11:47 vinnu að sjá,
átti að vera “vinnu á sjó” :)