Þannig er mál með vexti að ég þarf að skrifa ritgerð og skila henni fyrir 1. október. Alveg nógur tími hugsið þið kannski, en það er bara allsekki því ég þarf að hafa haldbærar heimildir fyrir því sem mig langar til þess að skrifa um og það er nú bara hægara sagt en gert að finna það.
Eftirfarandi er fullyrðing sem ég þarf að vera á með eða á móti:
“Ef konur væru góðir ráðuneytisstjórar væru fleiri konur í ráðuneytisstjórastöðum”.
Mig langar til þess að vera með þessu bara svona til að ögra sjálfri mér, það er allt of auðvelt að finna eitthvað feministadæmi og segja þessum köllum að hoppa upp í rassgatið á mér. Mig langar að gera einmitt öfugt.
Ég hafði hugsað mér að koma með þau rök að kvenmenn eru meiri tilfinningaverur á meðan karlmenn beita frekar rökhugsun, einnig er þetta í uppeldinu, við eigum að vera penar og kurteisar á meðan karlmenn eiga að vera árásagjarnir og standa upp fyrir sínum málstað. Einnig ef ég hef nógu mikið pláss langaði mér að bæta því við að kvenmenn hafa nóg að gera heimafyrir og gætu endað á því að taka vinnuna með sér heim og o.s.frv.
Nú er ég búin að liggja á gegnir.is og hvar.is og finn ekki rass í bala. Ef þið hafið ekkert að gera og eruð algjörar karlrembur þá megi þið hjálpa mér með því að stinga upp á orðum sem gætu mögulega hjálpað:)
Fyrirfram þakki