Ég hef einmitt verið að spá í þessu. Ég var einu sinni að bíða í röð til að nota aðstöðuna en það var laust á fatlaðraklóettið. Stelpan fyrir framan mig sá að það var laust, en fór ekki…svo ég fór að spá. Er þetta jafnmikill glæpur? Það er engin fötluð manneskja að bíða hérna fyrir utan. En ég þorði ekki að fara því ég var ekki viss….svo kom kona fyrir aftan mig og hún fór að hugsa það sama. Ávað síðan eftir þó nokkra bið að fara bara á það klósett og mér fannst það allt í lagi…maður er hvort sem er bara svo stutt.
Þannig það er allavegana mín skoðun..að það sé í lagi, nema þú sjáir fatlaða manneskju nálægt, þá hleypuru henni náttúrulega fyrst.
An eye for an eye makes the whole world blind