nú ég var í 2 ár í skóla á Akureyri, þar kynntist ég rosalega mikið af fólki og á stóran vinahóp heima á Akureyri.
Fyrsta daginn minn í þeim skóla kynntist ég t.d. tveimur stelpum sem að eru rosalega góðar vinkonur mínar í dag, mikið af fólkinu þar er rosalega opið og hresst og á þessum tveimur árum sem ég var þarna sá ég mjög mikið af nýju fólki koma inn í vinahópinn minn, fólk sem var að koma úr öðrum skólum og svoleiðis, alltaf var einhver sem var tilbúinn til að taka að sér nýtt fólk og kynna því fyrir fleirum og svoleiðis.
Hérna fyrir sunnan finnst mér fólk vera rosalega lokað, ekki tilbúið til að kynnast nýju fólki og frekar dónalegt bara, ég hef orðið svoltið mikið fyrir því að fólk hreitir orðum í mig fyrir minnstu hluti, ef að taskan mín rétt slæst útí tösku hjá einhverri mega gellu þá er það bara drama móment, mér finnst námið þarna vera frekar asnalega uppbyggt og mér finnst svoltið mikið um það að fólk sé rosalega mikið alltaf að dæma alla í kringum sig, fólk heldur sig í sínum litlu vinahópum og vogar sér ekki að stíga út fyrir litlu hringina sína og svoleiðis hluti.
Skólinn er búinn að vera í gangi í nokkrar vikur núna og ég þekki ekki eina einustu manneskju þarna.
Og nei þessi skoðun mín er ekki bara svona “búhú ég er bitur yfir því að eiga enga vini” dæmi, ég skil vel að það gæti komið svoleiðis út en nei það er ekki málið, auðvitað finnst mér leiðinlegt að eiga enga vini hérna, en ég lifi svosem alveg án þess.
Heldur er það sem að er að koma mér svona á óvart og mér finnst miður er hvað fólkið hérna er lokað, ég hef alveg gert margar heiðarlegar tilraunir til að tala við fólk og kynnast einhverjum en mikið af krökkunum þarna bara neitar að gefa færi á sér.
Auðvitað eru þetta ekki ALLIR nemendur í skólanum, það væri náttúrulega bara heimska af mér að segja það, en þetta er svona aðal vibe-ið sem að ég finn.